Algengar spurningar og svör
Bjóðið þið upp á heildarlausnir fyrir vanskilainnheimtu?
Bjóðið þið upp á heildarlausnir fyrir vanskilainnheimtu?
Já, hjá Alskilum er boðið upp á heildarlausnir í innheimtuþjónustu.
Allt frá greiðslumiðlun (þ.e. prentun/útsending reikninga), frum- og milliinnheimtu, til löginnheimtu í samstarfi við Kollekta lögfræðiinnheimtu.
Er Alskil með þjónustuvef?
Er Alskil með þjónustuvef?
Já, Alskil er með góðan þjónustuvef sem gerir kröfuhafa kleift að fylgjast með og stýra eigin kröfum. Þar getur kröfuhafi meðal annars:
- Fellt niður kröfu
- Frestað innheimtuaðgerð á kröfu
- Sett athugasemd við kröfu
- Séð athugasemdir við kröfu á einfaldan og skýran hátt
- Séð lista yfir allar ógreiddar kröfur, óháð innheimtustöðu
Hvað er greiðslumiðlun?
Hvað er greiðslumiðlun?
Greiðslumiðlun er þjónusta Alskila við viðskiptavini.
Bókhaldskerfi viðskiptavina geta tengst kerfi Alskila og í stað þess að prenta út þá sendast upplýsingar um reikning rafrænt til Alskila sem sendir reikninginn út á því formi sem greiðandi óskar eftir (í pósti, sem rafrænt skjal eða sem rafrænan reikning).
Við þetta sparast umtalsvert fé og vinna. Sparnaður fer þó að nokkru eftir umfangi útsendra reikninga.
Sendir Alskil út reikninga/greiðsluseðla?
Sendir Alskil út reikninga/greiðsluseðla?
Já, Alskil sinnir greiðslumiðlun. Flest bókhaldskerfi geta tengst Alskilum og sent frá sér á einfaldan hátt upplýsingar um reikning til Alskila.
Þannig geta viðskiptavinir Alskila oftar en ekki sparað sér tíma, fé og fyrirhöfn.
Hvað er löginnheimta ?
Hvað er löginnheimta ?
Löginnheimta/réttarfarsaðgerðir taka við þegar aðrar innheimtutilraunir hafa verið reyndar án árangurs. Á þessu stigi er úrræðum lögfræðinnar, einkum kröfuréttar og réttarfars,
beitt með aðstoð opinbers valds, þ.e. dómstóla og sýslumanna. Slíkt kallast réttarfarsaðgerðir.
Hvað er kröfuvakt ?
Hvað er kröfuvakt ?
Hafi hefðbundin innheimta ekki skilað árangri má setja kröfur í kröfuvakt. Í kröfuvakt er skuldari reglulega áminntur um skuldina,
líftíma hennar og greiðslugeta hans endurmetin með réttafarsaðgerðum ef skuldin er ekki greidd. Allt eftir ákvörðun kröfuhafans.
Er möguleiki á kröfuvakt ?
Er möguleiki á kröfuvakt ?
Já, hjá Alskilum og Kollekta er boðið upp á virka kröfuvakt.